Verðbólgan 6,4%

Vetrarútsölum fataverslana er lokið og hækkaði verð á fötum og …
Vetrarútsölum fataverslana er lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,3% Reuters

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,05% í mars frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,29% frá febrúar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,4% og vísitalan án húsnæðis um 6,2%. Er hækkunin í takt við væntingar greiningardeilda.

Vetrarútsölum fataverslana er lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,3% (vísitöluáhrif 0,35%). Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 5,1% (0,31%) og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 14,1% (0,15%).

Þriggja mánaða hækkun jafngildir 9,8% verðbólgu

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,4% sem jafngildir 9,8% verðbólgu á ári (11,6% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Greiningardeildir höfðu spáð því að vísitala neysluverðs mundi hækka um 1-1,2% í mars.

Verðbólgan mæld á tólf mánaða tímabili var 6,5% í janúar en að meðaltali mældist verðbólgan 4% á síðasta ári. Í maí 2010, eða fyrir 22 mánuðum síðan, mældist verðbólgan 7,5%.

Greiningardeild Arion banka spáði 1,2% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í mars. Miðað við það myndi tólf mánaða verðbólga mælast 6,6% samanborið við 6,3% í febrúar.

Hagfræðideild Landsbankans spáði því að vísitala neysluverðs myndi hækka um 1,1% milli mánaða. Það þýddi að ársverðbólgan hefði hækkað úr 6,3% í 6,5%.

IFS greining og greining Íslandsbanka spáðu því að vísitala neysluverðs hefði hækkað um 1% í mars. Það jafngildir því að verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili væri 6,4%.

Búvörur og grænmeti hafa hækkað um 8,2%

Síðastliðna tólf mánuði hafa innlendar vörur og grænmeti hækkað um 7,1%, búvörur og grænmeti um 8,2% en innlendar vörur án búvöru hafa hækkað um 6,3%. Dagvara hefur hækkað um 5,3% á síðustu tólf mánuðum.

Verð á eldsneyti er ein helsta skýringin á aukinni verðbólgu …
Verð á eldsneyti er ein helsta skýringin á aukinni verðbólgu á Íslandi. Aukin verðbólga þýðir hækkun á verðtryggðum lánum landsmanna. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK