Verðbólgan mikið áhyggjuefni

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er mjög mikið áhyggju­efni,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, en ár­sverðbólg­an mæld­ist 6,4% í mars og er um að ræða rúm­lega 1,05% hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs frá fe­brú­ar­mánuði.

Tólf mánaða verðbólg­an ætti að vera að lækka en sé þess í stað að hækka. „Krón­an er búin að vera nokkuð sam­fellt í veik­ingu síðan í nóv­em­ber og hef­ur aldrei verið jafn­veik og nú, þrátt fyr­ir að vera í höft­um. Þetta er að grafa und­an þeirri sátt sem hef­ur verið um fyr­ir­komu­lag launa, geng­is og verðlags,“ seg­ir Gylfi.

Hann seg­ir þessa þróun ávís­un á að landið falli í gam­alt far. „Launa­fólk mun ekki sætta sig við að hér hækki alltaf verðlag þegar krón­an veikist. Við verðum auðvitað að mæta því og verja hag heim­il­anna með launa­hækk­un­um. Þetta er mjög mikið áhyggju­efni og er búið að vera afstaða okk­ar hjá ASÍ mjög lengi gagn­vart stjórn­völd­um að at­vinnu- og verðlags­mál ættu að vera okk­ar brýn­asta verk­efni. Það er ekki að sjá að það sé of­ar­lega á blaði á Alþingi.“

Gylfi seg­ir vænt­ing­ar stjórn­enda fyr­ir­tækja og aðila á fjár­mála­markaði vera þær að verðbólg­an verði áfram mjög há næstu miss­eri. „Við erum með aðra end­ur­skoðun kjara­samn­inga í janú­ar á næsta ári og þá á verðbólg­an að vera kom­in niður í 2,5% og gengi krón­unn­ar að hafa styrkst tals­vert, um 13-14%. Ég hef enga trú á að það tak­ist en ger­ist þetta ekki verða kjara­samn­ing­arn­ir í upp­námi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK