Seðlabankinn hefur hafið undirbúning að útgáfu 10.000 kr. peningaseðils. Verður hann búinn fleiri og fullkomnari öryggisþáttum en áður hefur þekkst hér á landi. Myndefni seðilsins mun tengjast Jónasi Hallgrímssyni og að auki skarta lóunni. Stefnt er að því að hinn nýi seðill fari í umferð að hausti eða snemma vetrar 2013.
Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á 51. ársfundi Seðlabanka Ísland. Lesa má ræðu hans í heild sinni hér.