Elsti banki heims tapaði 800 milljörðum

Reuters

Banca Monte dei Paschi di Siena á Ítalíu, sem er elsti banki í heimi, tapaði 4,7 milljörðum evra (tæplega 800 milljörðum króna) á síðasta ári. Bankinn skilaði hagnaði á árinu 2010.

Bankinn segir að ástæða þessa mikla taps séu þær að aðstæður á markaði hafi verið einstaklega erfiðar á árinu 2011. Samdráttur hafi verið í efnahagslífi Evrópu, auk þess sem skuldakreppa Evrópuríkja hafi komið illa við bankann.

Bankinn var stofnaður árið 1472.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK