Fólk hvatt til eyðslu í stað sparnaðar

Gunnar Helgi Hálfdánarson í ræðupúlti á aðalfundi Landsbankans.
Gunnar Helgi Hálfdánarson í ræðupúlti á aðalfundi Landsbankans. mbl.is/Ernir

Á meðan ekki er ráðist í afnám gjaldeyrishafta mun draga smám saman af hagkerfinu og þeim sem nærast á höftunum fjölgar að sama skapi.

Flest bendir til þess að höftin verði íslensku þjóðinni fjötur um fót um ókomin ár – að minnsta kosti meðan það er skortur á metnaðarfullri framtíðarsýn til lausnar vandans.

Þetta kom fram í ávarpi formanns bankaráðs Landsbankans, Gunnars Helga Hálfdánarsonar, á aðalfundi bankans sem haldinn var í gær. Hann sagði auk þess óvissu enn of mikla í samfélaginu, sem aftur drægi þróttinn úr atvinnulífinu, og benti á í því samhengi að: „mikilvægt er að nýframkomið frumvarp um sjávarútveginn veiki ekki fyrirtækin og dragi úr getu þeirra til að standa í skilum“.

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram, að Gunnar Helgi gerði skaðsemi gjaldeyrishaftanna meðal annars að umræðuefni í ávarpi sínu og benti á að það fælist mikil en kunnugleg mótsögn í því þegar rætt væri um „ófyrirsjánlegar“ afleiðingar haftanna. „Enn á ný er óbeint verið að stuðla að aukinni eyðslu í stað þess að hvetja til sparnaðar og dreifingar áhættu. Vöruinnflutningur og ferðalög til útlanda eru háð litlum takmörkunum á meðan þeim sem vilja sýna ráðdeild, dreifa áhættu og spara í erlendum eignum er gert erfiðara fyrir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK