Söluferli Tryggingamiðstöðvarinnar hafið

Tryggingamiðstöðin
Tryggingamiðstöðin

Stoðir hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé sínu í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM). Um er að ræða 99,94% útistandandi hlutafjár í félaginu og er það til sölu í heild eða að hluta.

 TM er eitt stærsta tryggingafélag landsins. Rekstur félagsins er traustur og hefur styrkst á undanförnum árum, segir í tilkynningu frá Landsbankanum. Stjórnendur og starfsmenn félagsins hafa unnið markvisst að margvíslegum umbótum sem hafa skilað sér í hagkvæmari rekstri. Hagnaður TM á árinu 2011 nam 3,4 milljörðum króna.

 „Efnahagur TM er traustur, hvort sem horft er til eiginfjárhlutfalls, gjaldþols eða gæða eigna. Í árslok 2011 námu heildareignir TM 29,3 milljörðum króna, eigið fé var 12,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið 41,8%,“ segir í tilkynningu Landsbankans.

 TM er eina íslenska tryggingafélagið sem metið er af alþjóðlegu matsfyrirtæki. Mat Standard & Poor‘s á TM er BB+ og var hækkað nýverið.

TM byggir á 56 ára sögu og hefur um 26% markaðshlutdeild meðal skaðatryggingafélaga á Íslandi.

 Þeir fjárfestar sem uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent ítarleg kynningargögn um TM og gera óskuldbindandi tilboð á grundvelli þeirra gagna.

 Frestur til að skila óskuldbindandi tilboðum er til kl. 12:00 föstudaginn 4. maí 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK