Vill kaupa Actavis á 6 milljarða dollara

Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Watson Pharmaceuticals er nálægt því að ganga frá kaupum á samheitalyfjafyrirtækinu Actavis fyrir um sex milljarða Bandaríkjadala, 760 milljarða króna, samkvæmt því sem kemur fram í frétt á Bloomberg í dag.

Watson hefur í talsverðan tíma sýnt því áhuga að kaupa Actavis. Sigurður Óli Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Actavis Group, er aðstoðarforstjóri Watson.

Watson er eitt af fimm stærstu samheitalyfjafyrirtækjum heims en samkvæmt vef Actavis er félagið fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims.

Í síðustu viku birti Reuters-fréttastofan frétt um að Watson væri nálægt því að kaupa Actavis á 7 milljarða dollara. Bloomberg segir í frétt sinni að líklegt sé að gengið verði frá kaupunum eftir páska.

Deutsche Bank lánaði Actavis 4,7 milljarða evra þegar hann var bakhjarl Björgólfs Thors Björgólfssonar er Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út úr Actavis árið 2007 með skuldsettri yfirtöku. Deutche Bank afskrifaði 407 milljónir evra, 66 milljarða króna, vegna Actavis á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK