Hækkar hagvaxtarspá sína

Hagstofan spáir 6,1% atvinnuleysi á þessu ári.
Hagstofan spáir 6,1% atvinnuleysi á þessu ári. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hag­stofa Íslands spá­ir 2,6% hag­vexti á þessu ári, en í síðustu spá spáði Hag­stof­an 2,4% hag­vexti. Í þjóðhags­spánni seg­ir að vöxt lands­fram­leiðslu megi rekja til auk­inn­ar einka­neyslu og fjár­fest­ing­ar.

Í þjóðhags­spánni seg­ir að hag­vöxt­ur á síðasta ári hafi verið 3,1%, en Hag­stof­an hafði áður birt spá um að hag­vöxt­ur á ár­inu yrði 2,6%.

„Þó að verðbólga hafi auk­ist nokkuð síðustu mánuði hef­ur kaup­mátt­ur launa vaxið frá síðasta vori, sem styður áfram­hald­andi vöxt einka­neyslu. Fjár­fest­ing­ar hafa einnig tekið við sér þó að heild­ar­fjárfest­ing þurfi að aukast tals­vert á næstu árum til að ná sögu­legu stigi,“ seg­ir í til­kynn­ingu Hag­stof­unn­ar.

Í síðustu spá Hag­stof­unn­ar frá var spáð 4,1% verðbólgu á þessu ári, en í nýju spánni er spáð 4,8% verðbólgu.

Hag­stof­an hef­ur lækkað spá um at­vinnu­vega­fjár­fest­ingu á þessu ári. Nú er spáð að at­vinnu­vega­fjár­fest­ing myndi aukast um 11,8% í ár, en í eldri spá var reiknað með að hún myndi aukast um 19%.

Þá hef­ur Hag­stof­an lækkað spá um at­vinnu­leysi á þessu ári úr 6,4% í 6,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK