23,6% atvinnuleysi á Spáni

Meira en helmingur ungs fólks á Spáni er án vinnu …
Meira en helmingur ungs fólks á Spáni er án vinnu og er oft talað um glötuðu kynslóðina í þessu sambandi. Emilio Morenatti

Atvinnuleysi á Spáni er enn að aukast, en samkvæmt nýjum tölum eru 4,75 milljónir Spánverja í atvinnuleit. Þetta þýðir að atvinnuleysi í landinu er 23,6%, sem er mesta atvinnuleysi í Evrópusambandinu og mesta atvinnuleysi sem mælst hefur á Spáni síðan skráning hófst árið 1996.

Atvinnuleysið jókst um 0,82 prósentustig milli mánaða. Spánn er fjórða stærsta efnahagskerfi innan ESB. Mikill halli er á rekstri ríkissjóðs og í síðustu viku kynnti ríkisstjórnin aðgerðir sem fela í sér mikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum. Þetta mikla atvinnuleysi auðveldar stjórnvöldum ekki að ná jöfnuði á ríkissjóði.

Stjórnvöld reikna með því að atvinnuleysi eigi enn eftir að aukast og fari í 24,3% fyrir árslok.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK