Heildsölumarkaður fyrir raforku opnaður

Raflínur í Hvalfirði.
Raflínur í Hvalfirði. mbl.is/ÞÖK

Stefnt er að því að opna heildsölumarkað fyrir raforku næsta haust og af því tilefni verður efnt til málþings á Hótel Grand í Reykjavík dagana 11.-12. apríl nk.

Í umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram, að markaður sem þessi hefur lengi verið í undirbúningi og hefur verið horft til heildsölumarkaðar Nordpool á Norðurlöndunum og Þýskalandi sem fyrirmyndar en með tilkomu hans lækkaði verð á raforku til neytenda. Hefur markaðurinn þótt virka mjög vel fyrir alla aðila.

„Með þessari ráðstefnu erum við að vekja áhuga og umræðu um slíkan markað,“ segir Garðar Lárusson hjá Landsneti sem heldur málþingið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka