Skuldir heimilanna tefja batann

Íslensk heimili skulduðum þegar mest var um 200% af tekjum …
Íslensk heimili skulduðum þegar mest var um 200% af tekjum sínum. mbl.is/Rax

Lönd eru lengur að ná sér á skrið eftir kreppu þegar heimilin hafa safnað miklum skuldum meðan mikil þensla var í efnahagslífinu. Ísland er dæmi um slíkt land. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag.

Skýrslan heitir „Að takast á við skuldir heimila“. Í skýrslunni segir að skörp hækkun fasteignaverðs fylgi oft hröð skuldasöfnun heimilanna. Bæði sé um að ræða íbúðaskuldir og neyslulán. Tengsl séu milli þessarar skuldasöfnunar og almennrar þenslu í efnahagslífi.

Í skýrslunni segir að það taki almennt fimm ár fyrir þjóðir að komast út úr kreppu. Það séu greinileg tengsl milli einkaneyslu og samdráttar í landsframleiðslu. Atvinnuleysi og umsvif í atvinnulífinu fylgist sömuleiðis að. Efnahagslægðirnar séu hins vegar alvarlegri í löndum þar sem skuldir heimilanna séu mjög miklar.

Ísland, Írland, Spánn, Bretland og Bandaríkin eru nefnd í skýrslunni sem dæmi um lönd þar sem miklar skuldir heimilanna tefji fyrir því að þau komist upp úr kreppunni. Þar hafi farið saman snögg hækkun fasteignaverðs og mikil skuldasöfnun heimilanna samhliða þenslu í efnahagslífinu. Í kjölfar kreppunnar hafi hins vegar fasteignaverð lækkað mikið.

Skuldir íslenskra heimila fór hæst í um 200% af tekjum þeirra. Þetta hlutfall var álíka hátt í Danmörku, Írlandi, Hollandi og Noregi. Eftir hrun féll fasteignaverð á Íslandi um 29%, um 41% á Írlandi og um 23% á Spáni og Bandaríkjunum.

Í Skýrslu AGS er lýst þeim aðgerðum sem stjórnvöld og lánastofnanir á Íslandi hafa gripið til. Fram kemur að hægt hafi gengið að vinna úr vandanum sem sjáist best af því að í byrjun þessa árs hafi aðeins verið búið að afgreiða um 35% þeirra skuldamála sem biðu afgreiðslu.

Í skýrslunni segir að það ætti eftir að koma í ljós hvort þær leiðir sem Íslendingar hafi farið til að leysa úr skuldamálum heimilanna ættu eftir að koma heimilunum aftur á lappirnar.

Skýrsla AGS

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK