Í mál við Apple út af verði rafbóka

Steve Jobs byggði upp Apple.
Steve Jobs byggði upp Apple. ROBERT GALBRAITH

Bandarísk stjórnvöld ætla að fara í mál við Apple og nokkra af helstu bókaútgefendum í Bandaríkjunum. Fyrirtækin eru sökuð um að hafa haft samráð um verð á rafbókum.

Auk Apple hafa Hachette, HarperCollins, Macmillan, Simon and Schuster og Penguin verið lögsótt fyrir verðsamráð. Hachette, HarperCollins og Simon and Schuster hafa samið um að ljúka málinu.

Málarekstrinum verður hins vegar haldið áfram gagnvart Apple, Macmillan og Penguin en fyrirtækin eru sökuð um samráð um að koma í veg fyrir að verslanir geti keppt um verð á rafbókum.

Að mati dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa neytendur greitt of hátt verð fyrir bækurnar svo nemur milljónum dollara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka