Í mál við Apple út af verði rafbóka

Steve Jobs byggði upp Apple.
Steve Jobs byggði upp Apple. ROBERT GALBRAITH

Banda­rísk stjórn­völd ætla að fara í mál við Apple og nokkra af helstu bóka­út­gef­end­um í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­in eru sökuð um að hafa haft sam­ráð um verð á raf­bók­um.

Auk Apple hafa Hachette, HarperColl­ins, Macmill­an, Simon and Schuster og Pengu­in verið lög­sótt fyr­ir verðsam­ráð. Hachette, HarperColl­ins og Simon and Schuster hafa samið um að ljúka mál­inu.

Mála­rekstr­in­um verður hins veg­ar haldið áfram gagn­vart Apple, Macmill­an og Pengu­in en fyr­ir­tæk­in eru sökuð um sam­ráð um að koma í veg fyr­ir að versl­an­ir geti keppt um verð á raf­bók­um.

Að mati dóms­málaráðuneyt­is Banda­ríkj­anna hafa neyt­end­ur greitt of hátt verð fyr­ir bæk­urn­ar svo nem­ur millj­ón­um doll­ara.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK