Lækkun varð á mörkuðum í Hong Kong og Japan í dag í kjölfar lækkunar á mörkuðum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum í gær.
Japönsk hlutabréf lækkuðu um 0,83% og í Hong Kong nam lækkunin 1,06 prósentum.
Fjárfestar eru sagðir fara varlega í hlutabréfaviðskiptum sem m.a. megi rekja til óvissu um þróun evrunnar vegna efnahagsástandsins á Spáni og víðar í álfunni.
Einna mest var lækkunin á bréfum í raftækjarisanum Sony sem sendi frá sér afkomuviðvörun í gær. Nam lækkunin 4,47%. Sömuleiðis var lækkun í bréfum Sharp, um 3,2% á Japansmarkaði í gær.