Landsvirkjun er enn of skuldsett

Frá byggingu Kárahnjúkavirkjunar.
Frá byggingu Kárahnjúkavirkjunar. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Þó að fjárhagsstaða Landsvirkjunar sé traust og skuldir þess hafi lækkað sé það í mun verri stöðu til að afla lánsfjár en sambærilega fyrirtæki í nágrannalöndum okkar. Ástæðan er sú að Landsvirkjun er enn mjög skuldsett fyrirtæki.

Þetta sagði Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, á ársfundi félagsins. Hann sagði að sjóðsstreymi Landsvirkjunar hefði batnað á síðasta ári og fyrirtækið hefði lækkað skuldir sínar. Eigið fé Landsvirkjunar er komið upp í 35% en fór niður fyrir 30% fyrst eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar.

Rafnar sagði að unnið hefði verið að því að minnka tengingu tekna Landsvirkjunar við álverð til daga úr áhættu í rekstri.

Rafnar sagði að aðstæður á lánamarkaði væru gjörbreyttar í dag frá því sem var árið 2008 þegar tiltölulega auðvelt var að fá lánsfé. Hann sagði að ef Landsvirkjun ætlaði að fara út í viðamiklar fjárfestingar í framtíðinni þyrfti eigandi fyrirtækisins að styrkja það með auknu eigið fé.

Rafnar sagði að þó að skuldahlutfall Landsvirkjunar hefði lækkað væri fyrirtækið enn skuldsetti og lánshæfiseinkunn þess væri allt önnur en sambærilegra fyrirtækja í nágrannalöndum okkar. Þau fyrirtæki væru með mun lægra skuldahlutfall.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka