Fá 46,8 milljarða endurgreidda

Hæstiréttur
Hæstiréttur mbl.is / Hjörtur

Áhrif dóms Hæsta­rétt­ar um vaxta­út­reikn­ing ólög­mætra geng­is­tryggðra lána eru þau að fjár­mála­stofn­an­ir þurfa að end­ur­greiða 46,8 millj­arða til viðskipta­vina sinna sem tóku þessi lán.

Þetta kem­ur fram í minn­is­blaði sem Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur tekið sam­an um áhrif geng­islána­dóma Hæsta­rétt­ar. Þessi lán eru sam­tals bók­færð hjá lána­stofn­un­um á 668 millj­arða. Þarf eru lán ein­stak­linga 109 millj­arðar. FME tel­ur að bank­arn­ir þurfi að niður­færa þessi lán um sam­tals 165 millj­arða vegna geng­islána­dóms­ins. Stærst­ur hluti þess­ara niður­færslu ger­ist með þeim hætti að höfuðstóll lán­anna er færður niður. Hins veg­ar hafa hafa lán­tak­ar í mörg­um til­vik­um greitt of mikið af þess­um lán­um og eiga því rétt á end­ur­greiðslu.

Í minn­is­blaði FME seg­ir að of­greiðslur vegna op­inna samn­inga sem ekki er unnt að skulda­jafna sé sam­tals 20.657 millj­ón­ir króna. Of­greiðslur vegna lokaðra samn­inga samn­inga sé 26.141. Sam­tals gera þetta um 46,8 millj­arðar. Þessi upp­hæð kem­ur til vegna dóms Hæsta­rétt­ar sem féll í fe­brú­ar og varðaði þá vexti sem lán­in áttu að bera aft­ur í tím­ann. Bank­arn­ir miðuðu við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands, en meiri­hluti Hæsta­rétt­ar komst að þeirri niður­stöðu að ætti að miða við Li­bor-vexti sem eru miklu lægri.

Minn­is­blað FME

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK