Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest óbreytt lánshæfismat breska ríkisins. Bretlands verður því áfram með hæstu einkunn eða AAA. Fyrirtækið varaði þó við því að aðhaldsaðgerðir breskra stjórnvalda gætu haft neikvæð áhrif á hagvöxt næstu árin.
S&P sagði horfur fyrir breska ríkið vera stöðugar sem er ekki samhljóða hinum tveimur stóru alþjóðlegu matsfyrirtækjunum Moody's og Fitch. Bæði hafa þau staðfest hæstu einkunn fyrir breska ríkið en með neikvæðum horfum og varað við mögulegri lækkun lánshæfismatsins.
Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph segir frá þessu.