Skuldakreppunni ekki lokið

Jose Manuel Barroso
Jose Manuel Barroso AFP

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, lagði á það áherslu á Evrópuþinginu í dag að skuldakreppan á evru-svæðinu sé langt frá því búin. Segir hann eitt sameiginlegt fjármálakerfi einu lausnina á vanda svæðisins.

Barroso segir að nauðsynlegt sé að taka í notkun svo kölluð evru-bréf líkt og hagfræðingar hafa lengi lagt til. Ekki eru hins vegar allir ásáttir um gildi slíkra bréfa og er Angela Merkel, kanslari Þýskalands, einn helsti andstæðingur þeirra. Segir hún að útgáfa þeirra muni einfaldlega leiða til þess að veikburða ríki haldi áfram að taka fé að láni og að lántökukostnaður betur staddra ríkja muni hækka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK