Norðmenn fá hæstu einkunn

Seðlabanki Noregs
Seðlabanki Noregs

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard and Poor's staðfesti í dag lánshæfiseinkunn Noregs. Er ríkissjóður Noregs áfram með hæstu einkunn, AAA, með stöðugum horfum.

Í tilkynningu S&P kemur fram að staða ríkissjóðs sé mjög góð og njóti góðs af skatttekjum af olíu- og gasauðlindum. Hins vegar vekur S&P athygli á miklum skuldum einkageirans. Eins megi búast við því að byrðar ríkissjóðs eigi eftir að aukast vegna fjölgunar ellilífeyrisþega í landinu nema gripið verði til aðgerða og lífeyriskerfinu breytt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK