Undir kröfum FME

Eiginfjárhlutfall Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem er í meirihlutaeigu ríkisins, nam 13,9% í árslok 2011 og er því komið undir það 16% lágmark sem Fjármálaeftirlitið hefur sett sjóðnum.

Ólafur Elísson sparisjóðsstjóri segir að sjóðurinn hafi þegar upplýst FME um stöðuna og verið sé í viðræðu- og upplýsingaferli við aðila vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og hvaða leiðir séu færar til að styrkja eiginfjárhlutfall sjóðsins. Tap sjóðsins á síðasta ári nam um 166 milljónum – einkum vegna virðisrýrnunar eigna.

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram, að sparisjóðurinn hefur ennfremur átt í viðræðum við Seðlabankann og óskað eftir aðkomu bankans í ljósi þessa tjóns sem sjóðurinn hefur orðið fyrir í tengslum við gengislánadóma Hæstaréttar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK