Telja að verðbólgan hafi náð hámarki

Reuters

Grein­ing Íslands­banka tel­ur að verðbólg­an hafi náð há­marki á ár­inu og að hún komi til með að hjaðna hægt og bít­andi á næstu mánuðum. Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 0,78% í apríl og er það meiri hækk­un en grein­ing­ar­deild­ir höfðu spáð.

 Miðað við bráðabirgðaspá grein­ing­ar Íslands­banka um verðbólguþróun mun verðbólg­an verða kom­in niður í 5,8% í júní, og verður hún þá um 6,1% á öðrum árs­fjórðungi. Eru þetta tölu­vert dekkri horf­ur en  Seðlabanka­menn höfðu reiknað með snemma í fe­brú­ar­mánuði, og verður áhuga­vert að sjá hvernig spá þeirra mun líta út fyr­ir næstu miss­eri um miðjan maí­mánuð, seg­ir í Morgun­korni grein­ing­ar Íslands­banka.

„Frá vaxta­hækk­un­inni þann 21. mars síðastliðinn hafa tvær verðbólgu­mæl­ing­ar verið birt­ar og er ljóst að þær töl­ur draga ekki úr lík­um á því að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans ákveði að hækka vexti þann 16. maí næst­kom­andi.

Þannig var tónn­inn í pen­inga­stefnu­nefnd ansi harður á kynn­ing­ar­fundi í kjöl­far síðustu vaxta­ákvörðunar og vart er við því að bú­ast að tónn­inn verði mild­ari á næsta fundi. Sem kunn­ugt er kom fram á síðasta fundi að ef verðbólgu­horf­ur batna ekki um­tals­vert á næst­unni muni koma til frek­ari hækk­un­ar nafn­vaxta til þess að taum­hald pen­inga­stefn­unn­ar verði nægj­an­legt.

Taldi seðlabanka­stjóri, Már Guðmunds­son, að mikið yrði að ger­ast ef það yrði ekki raun­in í maí. Erum við því enn á þeirri skoðun að nefnd­in muni hækka vexti bank­ans um a.m.k.  0,25 pró­sent­ur í maí,“ seg­ir í Morgun­korni.


Miðað við viðbrögð á skulda­bréfa­markaði nú í morg­un virðast menn vera nokkuð svart­sýn­ir á veðabólgu­horf­ur, seg­ir í Morgun­korni.

Þannig hef­ur krafa verðtryggða hlut­ans verið að mjak­ast aðeins niður á við en tölu­verð hækk­un hef­ur verið á óver­tryggða hlut­an­um, og þá meira á styttri end­an­um en þeim lengri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK