Olíuverð hefur lækkað í morgun en fjárfestar virðast hafa litla trú á að efnahagsbati sé í nánd í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu.
Í New York hefur verð West Texas Intermediate hráolíu til afhendingar í júní lækkað um 59 sent og er 104,34 Bandaríkjadalir tunnan.
Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 78 sent og er 119,05 dalir tunnan.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Spánar er samdráttarskeið hafið á ný á Spáni og í morgun var lánshæfiseinkunn níu spænskra banka lækkuð. Nam samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi 0,3% á Spáni.
Í síðustu viku voru birtar fréttir af hagvexti í Bandaríkjunum en þar hefur töluvert dregið úr hagvexti í ár.