Gerir bönkum enn erfiðara um vik að afskrifa skuldir

Framkvæmdastjóri SA bendir á að bankarnir séu nú þegar mjög …
Framkvæmdastjóri SA bendir á að bankarnir séu nú þegar mjög varir um sig þegar kemur að því að afskrifa skuldir fyrirtækja og vilji helst ekki afskrifa meira en þeir nauðsynlega telja sig þurfa. mbl.is/Ómar

„Það mun gera bönkunum enn erfiðara um vik að ráðast í nauðsynlegar afskriftir á of skuldsettum fyrirtækjum og um leið tefja endurreisn atvinnulífsins.“

Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í Morgunblaðinu í dag, um að allar afskriftir yfir 100 milljónum verði gerðar opinberar, óháð því hvort þær teljist til tekna eða ekki, en frumvarp þess efnis var samþykkt úr efnahags- og viðskiptanefnd í síðust viku.

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins, sem er lagt fram af þingmönnum allra stjórnmálaflokka, að „forsenda þess að dregið verði úr tortryggni og vantrausti er að meðferð fjármálastofnana á lánum viðskiptavina verði gerð lýðræðisleg og gagnsæ“.

Það er hins vegar mat Samtaka atvinnulífins að upplýsingar um slíkar skuldaeftirgjafir, með birtingu í álagninarskrá og skattskrá, dugi skammt til að draga úr tortryggni og vantrausti á fjármálastofnanir – heldur geti þvert á móti aukið tortryggni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK