Hagnaður hjá Vestmannaeyjabæ

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/GSH

Heildar rekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 4.022 milljónum króna og rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði námu 3.548 milljónum króna. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um tæpar 50 milljónir króna.  Hagnaður af rekstri sveitarfélagsins nam því 525 milljónum króna.

Rekstrartekjur jukust um 591 m.kr. á milli ára og skýrist það fyrst og fremst á mikilli hækkun á útsvarstekjum bæjarins. Hækkun útsvarstekna má rekja til hærri tekna í sjávarútvegnum.

Skuldir greiddar niður

Heildareignir samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 10.794 m.kr. í árslok 2011, þar af var handbært fé upp á 3.836 m.kr. Í árslok 2011 voru skuldir og skuldbindingar 6.189 m.kr. Þar af námu skuldir til lánastofnana einungis 1.027 m.kr., enda hefur Vestmannaeyjabær frá því að bankahrunið var árið 2008 greitt niður vaxtaberandi skuldir fyrir um 1.800 milljónir króna, samkvæmt fréttatilkynningu.

Síðan 2006 hefur Vestmannaeyjabær greitt skuldir upp á 2883 milljónir og verður orðin nánst skuldlaus við lánastofnanir árið 2016. 

Stærstu hlutar skulda og skuldbindinga bæjarins er annarsvegar lífeyrisskuldbinding upp á 2.438 m.kr. og hinsvegar leiguskuldbinding upp á 1.980 m.kr. Eignfærðar framkvæmdir námu 289 m.kr. árið 2011, en alls hefur verið framkvæmd fyrir 1.461 m.kr. frá árinu 2009.

Skuldahlutfallið 155%

Veltufé frá rekstri nam 903 m.kr. á árinu 2011 og veltufjárhlutfallið er 9,95 og eiginfjárhlutfallið er 42,66%. Skuldahlutfallið er komið niður í 155% úr rúmum 184% frá fyrra ári og ef tekið er tillit til hreins veltufé í útreikningi á skuldahlutfalli fer það niður í 59,19%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK