Verulegur samdráttur varð í einkageiranum á evrusvæðinu í apríl. Samdrátturinn er meiri en sérfræðingar á markaði höfðu reiknað með.
Markit-vístalan, sem byggist á innkaupum stjórnenda fyrirtækja, lækkaði í 46,7 stig í apríl, en vístalan stóð í 49,2 stigum í mars.
Þetta er mesta lækkun síðan í október í fyrra og ein mesta lækkun í þrjú ár. Samdráttur er bæði í nýrri framleiðslu og eins er almennur útflutningur að dragast saman.
Greinilegur samdráttur er á Ítalíu og Spáni og nánast enginn vöxtur er í Frakklandi og Þýskalandi.