Færri leigja íbúðir

Á sama tíma og kaupsamningum fjölgar um fasteignir fækkar leigusamningum …
Á sama tíma og kaupsamningum fjölgar um fasteignir fækkar leigusamningum um íbúðarhúsnæði mbl.is/Ómar Óskarsson

Þing­lýst­um leigu­samn­ing­um um íbúðar­hús­næði fækkaði um 27,6% í apríl frá mars­mánuði og um 18% frá apríl í fyrra. Alls var 501 leigu­samn­ingi þing­lýst í apríl á land­inu öllu.

Á höfuðborg­ar­svæðinu fækkaði leigu­samn­ing­un­um um 26,8% milli mánaða en 15,3% milli ára. Á Suður­nesj­um er fækk­un­in milli mánaða 32,3% en 13,7% milli ára, sam­kvæmt frétt Þjóðskrár Íslands.

Í Morgun­korni grein­ing­ar Íslands­banka í gær kom fram að leigu­samn­ing­um hafi oft­ar fækkað en fjölgað allt frá því í janú­ar 2011.

„Rím­ar það vel við töl­ur um fjölda þing­lýsta kaup­samn­inga, en þeim hef­ur fjölgað stöðugt í mánuði hverj­um milli ára í rúm tvö ár. Reikna má með að þessi fram­vinda haldi eitt­hvað áfram á næstu mánuðum, þ.e. að kaup­samn­ing­um haldi áfram að fjölga á sama tíma og leigu­samn­ing­um fækk­ar, en þess má geta að þrátt fyr­ir þenn­an sam­drátt á leigu­markaðnum er hann enn mun stærri en hann var fyr­ir hrun,“ seg­ir í Morgun­korni grein­ing­ar Íslands­banka í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK