Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar á ný

AFP

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað í dag og er lækkunin rakin til óvissunnar sem ríkir á evrusvæðinu eftir forsetakosningar í Frakklandi og þingkosninga í Grikklandi.

Eins hefur áhrif að óttast er að hráolíubirgðir í Bandaríkjunum hafi haldið áfram að aukast í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Í New York hefur verð á hráolíu lækkað um 1,04 Bandaríkjadali í dag en um tíma fór verðið á tunnunni í 95,34 dali sem er það lægsta á NYMEX-markaðnum síðan í desember. Verðið hefur heldur hækkað á ný og er nú tunnan seld á 96,94 dali.

Verð á Brent Norðursjávarolíu hefur ekki verið lægra í þrjá mánuði er tunnan fór niður í 111,25 dali. Olíuverð hefur hins vegar hækkað talsvert aftur og er tunnan nú seld á 112,47 dali sem er lækkun um 69 sent frá því í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK