Rússneski bankinn VTB lofar háum vöxtum í Þýskalandi og Þjóðverjar kaffæra hann í peningum. Í forsvari fyrir bankann eru menn, sem hafa áður leikið sama leik.
Michael Kramer er yfirmaður „VTB-direkt“, sem bauð í liðinni viku samkvæmt heimasíðu 3,6% vexti á bundnum reikningum og 2,5% vexti á óbundnum á lágvaxtatímum. Kramer var í svipuðu hlutverki árið 2008 þegar Kaupþing bauð þýskum sparifjáreigendum óviðjafnanlega vexti.
Hin þýska útgáfa Financial Timesflutti fyrst fréttir af því í liðinni viku að Kramer væri aftur kominn á kreik og kallaði þá VTB hið „rússneska Kaupþing“. Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að þegar fréttin birtist varð fjölmiðlafár og í þessari viku hafa vextirnir á reikningunum verið lækkaðir.