Verulegur samdráttur í útlánum

mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum milljarði króna í apríl en þar af voru tæpar 700 milljónir króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í apríl 2011 tæpum 2 milljörðum króna.

Meðalútlán almennra lána voru um 10 milljónir króna í apríl. Heildarfjárhæð almennra lána það sem af er ári er samtals um 3,7 milljarðar króna en var um 7 milljarðar króna á sama tímabili árið 2011.

Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 397 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 702 lán á sama tímabili í fyrra, sem er fækkun um rúm 43%.

Heildarvelta íbúðabréfa nam um 18,6 milljörðum króna í apríl samanborið við um 95 milljarða í mars 2012.

Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbindinga námu rúmum 8,7 milljörðum króna í apríl. Uppgreiðslur námu um 1,7 milljörðum króna, samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK