Jóhannes í verslunarrekstur á ný

Jóhannes Jónsson
Jóhannes Jónsson mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Jó­hann­es Jóns­son kaupmaður, oft kennd­ur við Bón­us, und­ir­býr nú end­ur­komu inn á ís­lensk­an mat­vörumarkað. Þetta staðfest­ir Jó­hann­es í sam­tali við Viðskipta­blaðið.

Jó­hann­es hyggst opna nokkr­ar versl­an­ir á höfuðborg­ar­svæðinu „síðla sum­ars“ eins og hann orðar það en vill ekki gefa upp nán­ari tíma­setn­ingu. Heim­ild­ir Viðskipta­blaðsins herma að fyrsta versl­un­in verði opnuð 17. júní í ár en um lág­vöru­verðsversl­an­ir verður að ræða.

Jó­hann­es mun eiga í sam­starfi við Malcolm Wal­ker, stofn­anda og eig­anda Ice­land Foods versl­an­anna. Viðskipta­blaðið náði tali af Wal­ker sem staðfest­ir að til standi að opna versl­un á Íslandi í sam­starfi við Jó­hann­es. Ný­lega var opnuð Ice­land versl­un í Tékklandi en í því til­felli leig­ir þarlend­ur rekstr­araðili vörumerkið í svo­kölluðum viðskipta­sér­leyf­is­sam­starfi (e. franchise).

Sem kunn­ugt er eignaðist Wal­ker ný­lega Ice­land versl­an­irn­ar á ný þegar hann keypti 77% hlut af slita­stjórn Lands­bank­ans en fyr­ir átti Wal­ker 23% hlut í keðjunni. Kaup­verðið var um 1.550 millj­ón­ir sterl­ings­punda en hlut­ur­inn var áður í eigu Baugs.

Óljóst er hvort Wal­ker verður meðeig­andi að Ice­land versl­un­um Jó­hann­es­ar hér á landi en Wal­ker staðfest­ir þó að Ice­land í Bretlandi muni sjá versl­un­um Jó­hann­es­ar fyr­ir aðflutt­um vör­um. „Wal­ker er góður bak­hjarl,“ seg­ir Jó­hann­es í sam­tali við Viðskipta­blaðið aðspurður um þátt Wal­ker.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK