Ný verðbólguspá fyrir evrusvæðið bendir til þess að verðbólga muni mælast 2,3% í ár. Spáin er unnin af Seðlabanka Evrópu sem er 0,4 prósentum meira en fyrri spá hljóðaði upp á. Þetta þýðir að verðbólgan verði umfram verðbólgumarkmið bankans sem eru 2%.
Fyrir árið 2013 er spáð 1,8% verðbólgu á evrusvæðinu sem er einnig meira en fyrri spá hljóðaði upp á en samkvæmt henni var gert ráð fyrir 1,75 verðbólgu.