Eimskip undirbýr skráningu

Eimskip.
Eimskip. mbl.is

Eim­skip hef­ur ráðið Íslands­banka og Straum fjár­fest­inga­banka til að vinna að und­ir­bún­ingi að skrán­ingu fé­lags­ins á NAS­DAQ OMX Ice­land. Þetta var ákveðið á stjórn­ar­fundi í dag. Í tengsl­um við fyr­ir­hugaða skrán­ingu er gert ráð fyr­ir að fram fari al­mennt hluta­fjárút­boð þar sem fjár­fest­um og al­menn­ingi gefst kost­ur á að skrá sig fyr­ir hlut­um í fé­lag­inu.

Stefnt er að því að hluta­bréf fé­lags­ins verði tek­in til viðskipta á NAS­DAQ OMX Ice­land á síðasta árs­fjórðungi 2012. Í til­kynn­ingu seg­ist Gylfi Sig­fús­son, for­stjóri Eim­skipa­fé­lags Íslands, telja að skrán­ing Eim­skips á markað verði far­sælt skref fyr­ir fé­lagið og nú­ver­andi hlut­hafa þess og góður kost­ur fyr­ir fjár­festa.

Eim­skipa­fé­lag Íslands var stofnað hinn 17. janú­ar 1914 og er elsta skipa­fé­lag á Íslandi. Stofn­hlut­haf­ar voru um 14 þúsund sem sam­svaraði um 15% þjóðar­inn­ar á þeim tíma. Fé­lagið hef­ur frá upp­hafi lagt höfuðáherslu á flutn­inga til og frá land­inu, en í dag býður Eim­skip upp á al­hliða flutn­ingsþjón­ustu um all­an heim.

Eim­skip er með eig­in starf­semi í 17 lönd­um og er með 17 skip í rekstri. Fé­lagið hef­ur á að skipa 1.300 starfs­mönn­um, þar af 740 á Íslandi. Stefna fé­lags­ins er að veita öfl­uga flutn­ingaþjón­ustu á heima­markaði á Norður-Atlants­hafi ásamt því að bjóða víðtæka alþjóðlega frysti­flutn­ings­miðlun um heim all­an

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK