Verð á bandarískum hlutabréfum tóku dýfu í kauphöllinni á Wall Street í dag í kjölfar frétta af gríðarlega háu tapi bankans JP Morgan, en það hljóðaði upp á milljarða Bandaríkjadala af áhættusömum viðskiptum. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,27% og er nú 12.820,60 stig.
S&P 500 lækkaði um 0,34% og er nú 1.353,39 stig. Nasdaq lækkaði þó aðeins um 0,01% er nú 2.933,83 stig.