Fataverslun er skattlögð að hluta til út úr landinu

Verulegur samdráttur er í fataverslun á Íslandi
Verulegur samdráttur er í fataverslun á Íslandi mbl.is/Kristinn

Hluti af fataverslun hefur verið skattlögð úr landi. Mun fleiri kaupa föt erlendis en áður, segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hann telur að stjórnvöld verði að skapa slík skilyrði að verslun hér sé samkeppnishæf við búðir í nágrannalöndunum.

Þetta kom fram í máli Finns á vel sóttum afkomukynningarfundi hjá fyrirtækinu í gær. Hlutfallið af verslun erlendis var gjarnan um 20% af markaðnum á árunum fyrir hrun en hefur nú aukist í 35%, að sögn Finns.

Þessar upplýsingar koma heim og saman við það sem fram kom á kynningarfundi um efnahagsspá Arion banka í vikunni. Þar var sagt að Íslendingar eyddu meira í utanlandsferðum árið 2011 en árið áður. Íslendingar eyða raunar meira erlendis en erlendir ferðamenn eyða hér.

„Við erum að keppa við það að fólk ferðist t.d. til Bretlands, þar sem enginn virðisaukaskattur er á barnafatnað, í Boston er 8% söluskattur og „taxfree“ verslun er víða í Evrópu,“ segir Finnur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK