Slitastjórn Kaupthing Singer & Friedlander, dótturfélags Kaupþings í Bretlandi, hefur endurgreitt um 3,6 milljarða punda af 4,6 milljarða punda skuld þrotabúsins til kröfuhafa, eða tæp 75%.
Financial Times greinir frá þessu en þar segir enn fremur að bresk sveitarfélög og góðgerðasamtök séu á meðal þeirra sem hafa fengið fé sitt aftur.