Mikil lækkun á mörkuðum

Það ríkir lítil gleði á hlutabréfamörkuðum í dag
Það ríkir lítil gleði á hlutabréfamörkuðum í dag AFP

Evrópsk hlutabréf hafa lækkað töluvert í verði í dag og evran hefur ekki verið lægri í langan tíma en fjárfestar óttast mjög ástandið á evru-svæðinu og mögulegt brotthvarf Grikklands úr evru-samstarfinu.

Í Madríd hefur Ibex 35 hlutabréfavísitalan lækkað um 3,22%, í Mílanó hefur FTSEMib vísitalan lækkað um 3,56% og í Stokkhólmi nemur lækkunin 3,55%.

Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 2,47%, DAX í Frankfurt hefur lækkað um 2,66% og CAC í París hefur lækkað um 2,76%.

Í New York hefur Dow Jones vísitalan lækkað um 1,20%, S&P 500 hefur lækkað um 1,22% og Nasdaq hefur lækkað um 0,96%.

Evran er nú skráð á 1,2845 Bandaríkjadali en fór um tíma í dag niður í 1,2830 dali sem er lægsta gildi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal frá 18. janúar. Á föstudagskvöldið var lokagildi evrunnar 1,2917 dalir.

Sérfræðingar á markaði segja ástæðuna fyrir lækkuninni í dag vera þá að vera Grikkja í evru-samstarfinu virðist vera renna sitt skeið á enda. Hrun gríska ríkisins lendi á þeim sem hafi lánað þeim og þann reikning verði einhverjir að greiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK