Evrópsk hlutabréf hafa lækkað töluvert í verði í dag og evran hefur ekki verið lægri í langan tíma en fjárfestar óttast mjög ástandið á evru-svæðinu og mögulegt brotthvarf Grikklands úr evru-samstarfinu.
Í Madríd hefur Ibex 35 hlutabréfavísitalan lækkað um 3,22%, í Mílanó hefur FTSEMib vísitalan lækkað um 3,56% og í Stokkhólmi nemur lækkunin 3,55%.
Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 2,47%, DAX í Frankfurt hefur lækkað um 2,66% og CAC í París hefur lækkað um 2,76%.
Í New York hefur Dow Jones vísitalan lækkað um 1,20%, S&P 500 hefur lækkað um 1,22% og Nasdaq hefur lækkað um 0,96%.
Evran er nú skráð á 1,2845 Bandaríkjadali en fór um tíma í dag niður í 1,2830 dali sem er lægsta gildi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal frá 18. janúar. Á föstudagskvöldið var lokagildi evrunnar 1,2917 dalir.
Sérfræðingar á markaði segja ástæðuna fyrir lækkuninni í dag vera þá að vera Grikkja í evru-samstarfinu virðist vera renna sitt skeið á enda. Hrun gríska ríkisins lendi á þeim sem hafi lánað þeim og þann reikning verði einhverjir að greiða.