Lækkun var á flestum mörkuðum í Asíu í dag sem aðallega er rakin til evrunnar og óvissu um framtíð Grikklands innan myntbandalags Evrópu.
Miðlarar fylgust einnig vel með Spáni þar sem efnahagur er í mikilli óvissu og sömuleiðis Ítalíu en matsfyrirtæki lækkuðu lánshæfiseinkunnir margra banka þar í landi í gær.
0,81% lækkun varð í kauphöllinni í Tókýó. Í Sydney í Ástralíu varð 0,71% lækkun og í Seúl í Suður-Kóreu nam lækkunin 0,77% við lokun markaða í dag.
Hins vegar varð hækkun í Hong Kong og nam hún 0,81% en lækkun hafði verið í kauphöllinni þar í átta daga í röð.