Evran hefur ekki verið lægri gagnvart Bandaríkjadal í fjóra mánuði og virðist sem fjárfestar séu að flýja evruna í öruggara skjól á gjaldeyrismarkaði þar sem enn ríkir óvissa um hvort Grikkir verði áfram á evru-svæðinu.
Evran var skráð á 1,2715 Bandaríkjadali um níu leytið í kvöld samanborið við 1,2728 dali í gærkvöldi á gjaldeyrismarkaði í New York. Fyrr í dag fór evran um tíma niður í 1,2681 dal sem er lægsta gildi hennar frá því 16. janúar sl.