Fjárfestar flýja evruna

Evrur
Evrur AP

Evran hefur ekki verið lægri gagnvart Bandaríkjadal í fjóra mánuði og virðist sem fjárfestar séu að flýja evruna í öruggara skjól á gjaldeyrismarkaði þar sem enn ríkir óvissa um hvort Grikkir verði áfram á evru-svæðinu.

Evran var skráð á 1,2715 Bandaríkjadali um níu leytið í kvöld samanborið við 1,2728 dali í gærkvöldi á gjaldeyrismarkaði í New York. Fyrr í dag fór evran um tíma niður í 1,2681 dal sem er lægsta gildi hennar frá því 16. janúar sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK