Hagar hyggjast selja fjórar sérvöruverslanir, en sala á sérvöru Haga hefur dregist saman. Forstjóri Haga segir það meðal annars vera vegna skattastefnu stjórnvalda. Ekki liggur fyrir hvaða verslanir er um að ræða.
Uppgjörsfundur félagsins var haldinn síðastliðinn föstudag þar sem uppgjör síðasta rekstrarárs var kynnt.
Frá þessu segir í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að stefnt sé að sölu fjögurra sérverslana en viðskiptavild sérverslana Haga hefur verið afskrifuð að fullu.
Veiking krónunnar á síðasta rekstrarári var meiri en stjórnendur Haga gerðu ráð fyrir og hafði það áhrif á framlegðina.