Kröftugri útflutningur en spáð var

Útflutningur hefur verið að aukast.
Útflutningur hefur verið að aukast.

Útflutningur frá Íslandi hefur verið kröftugri en reiknað var með í fyrri þjóðhagsspá Seðlabankans. Mestur vöxtur er í sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands. Í spá bankans frá því í febrúar var spáð 2% vexti í útflutningstekjum, en í nýjustu spánni er reiknað með 4% vexti.


Í þjóðhagsspánni segir að þótt áfram sé töluverð óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur, hafa þær heldur batnað og bjartsýni aukist. Alþjóðlegar spár benda til meiri hagvaxtar meðal helstu viðskiptalanda Íslands sem styðja mun við vöxt útflutnings. Sem fyrr eru horfur þó lakar fyrir evrusvæðið, mikilvægasta útflutningsmarkað þjóðarinnar. Nokkuð hefur dregið úr verðhækkun sjávarafurða á sama tíma og verð á olíu og hrávörum hefur hækkað mikið á fyrstu mánuðum ársins. Viðskiptakjör þjóðarinnar eru því lakari en áður hafði verið búist við. Útflutningsvöxtur hefur hins vegar verið kröftugri en spáð var í febrúar og horfur fyrir þetta ár hafa batnað mikið, fyrst og fremst vegna bjartari horfa um útflutning sjávarafurða og þjónustu.

Innflutningur hefur einnig aukast og því eru horfur á að afgangur á viðskiptum við útlönd verði nokkru minni en gert var ráð fyrir í febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK