Lægri verðbólga þýðir ekki óbreytta vexti

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði að ekki væri hægt að ganga út frá því að stýrivextir yrðu óbreyttir ef verðbólga lækkaði í samræmi við það sem að væri stefnt. Það væri fleira en verðbólga sem hefði áhrif á vaxtaákvarðanir.

Í tilkynningu Seðlabankans í morgun segir að helsta ástæðan fyrir hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig sé aukin verðbólga en meginástæðan fyrir henni sé lækkun á gengi krónunnar. Hann sagði jafnframt að ef verðbólga yrði áfram svona mikil væri óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti frekar.

Már var á fundi Seðlabankans í morgun spurður hvort hægt væri að ganga út frá því að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir á næstunni ef verðbólga lækkaði í samræmi við það sem að var stefnt. Már sagðist ekki geta fullyrt að vextir yrðu óbreyttir ef verðbólga lækkaði. Það væru fleiri þættir sem bankinn þyrfti að líta til.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK