Skuldsett fyrirtæki sæki fjármagn með skráningu

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Ásdís

Eiginfjárhlutfall íslenskra fyrirtækja er helmingi lægra en hjá evrópskum fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöll.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að það sé brýn þörf á endurfjármögnun hjá íslenskum fyrirtækjum og að það sé einfaldast og skilvirkast að nýta hlutabréfamarkaðinn við fjármögnunina. Hann spáir því að hlutabréfamarkaðurinn geti vaxið um 700-1100 milljarða króna á næstu árum.

Á fundi um verðbréfamarkað hér á landi, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag, talaði Páll um mikilvægi þess að fjármagna fyrirtæki vel með eigin fé, sem sé ekki byggja um of á lántöku, enda einkenni miklar sveiflur íslenskt viðskiptalíf, og vel fjármögnuð fyrirtæki séu betur í stakk búin til að starfa í slíku umhverfi. Páll sagði að Ísland hafi farið verr úr kreppunni haustið 2008 vegna þess hve illa fyrirtækin voru fjármögnuð. „Fjármögnun þeirra var vitlaus. Fyrirtækin voru vanfjármögnuð. Það vantaði eiginfé í þessi fyrirtæki,“ sagði hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK