Stýrivextir hækka um 0,5 prósentur

Seðlabankinn við Arnarhól.
Seðlabankinn við Arnarhól. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Eftir hækkunina eru stýrivextir 5,5%, daglánavextir 6,5%.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að Þjóðhagsspáin sem birtist í Peningamálum í dag staðfesti að batinn sem hófst síðla árs 2010 haldi áfram og nái til flestra sviða efnahagslífsins.

„Þróttur innlendrar eftirspurnar er töluverður og sjást skýr merki um bata á vinnu- og fasteignamarkaði. Fjármálaleg skilyrði einkageirans halda áfram að batna. Horfur eru á ívið meiri hagvexti en í febrúarspá Seðlabankans. Verðbólga hefur hins vegar verið meiri en spáð var í febrúar og verðbólguhorfur hafa versnað, að nokkru leyti vegna þess að gengi krónunnar hefur verið veikara. Að öðru óbreyttu eru horfur á að verðbólga verði lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið en spáð var í febrúar, einkum haldist gengi krónunnar áfram lágt. Eftir því sem efnahagsbatanum vindur frekar fram og dregur úr slaka í þjóðarbúskapnum er nauðsynlegt að halda áfram að draga úr slaka peningastefnunnar. Að hve miklu leyti þessi aðlögun á sér stað með hærri nafnvöxtum Seðlabankans fer eftir framvindu verðbólgunnar. Dragi ekki úr verðbólgu á næstu mánuðum verður að óbreyttu ekki komist hjá frekari hækkun nafnvaxta svo að tryggja megi að verðbólga leiti á ný í markmið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK