Stýrivextir hækka um 0,5 prósentur

Seðlabankinn við Arnarhól.
Seðlabankinn við Arnarhól. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að hækka vexti bank­ans um 0,5 pró­sent­ur. Eft­ir hækk­un­ina eru stýri­vext­ir 5,5%, dag­lána­vext­ir 6,5%.

Í til­kynn­ingu frá Seðlabank­an­um seg­ir að Þjóðhags­spá­in sem birt­ist í Pen­inga­mál­um í dag staðfesti að bat­inn sem hófst síðla árs 2010 haldi áfram og nái til flestra sviða efna­hags­lífs­ins.

„Þrótt­ur inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar er tölu­verður og sjást skýr merki um bata á vinnu- og fast­eigna­markaði. Fjár­mála­leg skil­yrði einka­geir­ans halda áfram að batna. Horf­ur eru á ívið meiri hag­vexti en í fe­brú­ar­spá Seðlabank­ans. Verðbólga hef­ur hins veg­ar verið meiri en spáð var í fe­brú­ar og verðbólgu­horf­ur hafa versnað, að nokkru leyti vegna þess að gengi krón­unn­ar hef­ur verið veik­ara. Að öðru óbreyttu eru horf­ur á að verðbólga verði leng­ur fyr­ir ofan verðbólgu­mark­mið en spáð var í fe­brú­ar, einkum hald­ist gengi krón­unn­ar áfram lágt. Eft­ir því sem efna­hags­bat­an­um vind­ur frek­ar fram og dreg­ur úr slaka í þjóðarbú­skapn­um er nauðsyn­legt að halda áfram að draga úr slaka pen­inga­stefn­unn­ar. Að hve miklu leyti þessi aðlög­un á sér stað með hærri nafn­vöxt­um Seðlabank­ans fer eft­ir fram­vindu verðbólg­unn­ar. Dragi ekki úr verðbólgu á næstu mánuðum verður að óbreyttu ekki kom­ist hjá frek­ari hækk­un nafn­vaxta svo að tryggja megi að verðbólga leiti á ný í mark­mið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK