Matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfi Grikklands um einn flokk, eða úr B- í CCC, er lánshæfið í svokölluðum ruslflokki. Fitch segir að lækkunina megi rekja til óvissu varðandi afgreiðslu neyðarláns til Grikkja og því að Grikkir muni mögulega yfirgefa evrusamstarfið
Fitch segir niðurstöður þingkosninganna sýna fram á að það sé lítill almennur og pólitískur stuðningur við þau skilyrði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa sett varðandi afgreiðslu neyðarláns til Grikkja, sem nemur 173 milljörðum evra. Flokkar sem eru mótfallnir hertumi aðhaldsaðgerðum hafi átt góðu gengi að fagna í kosningunum.
Bráðabirgðastjórn tók við stjórnartaumnunum í Grikklandi í dag. Búið er að boða til nýrra þingkosninga í landinu og fara þær fram 17. júní nk.