Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn 16 spænskra banka um einn til þrjá flokka. Matsfyrirtækið segir að áframhaldandi efnahagssamdráttur á Spáni og lækkað lánshæfi spænskra stjórnvalda hafi leitt til þess að einkunn bankanna var færð niður.
Einkunn Santander, stærsta banka landsins, var lækkuð um þrjá flokka í A3 og einkunn BBVA, næst stærsta banka Spánar, var einnig lækkuð um þrjá flokka og er einnig A3.
Banesto og CaixaBank lækkuðu um tvo flokka, eða í A3.