Staða evrunnar skánar lítillega

Miklar vangaveltur eru um framtíð Grikklands, verður landið áfram innan …
Miklar vangaveltur eru um framtíð Grikklands, verður landið áfram innan evru-samstarfsins eður ei AFP

Evran rétti heldur úr kútnum gagnvart Bandaríkjadal í kvöld eftir að hafa lækkað nánast stöðugt það sem af er mánuði.

Klukkan níu í kvöld voru viðskipti með evruna á 1,2773 Bandaríkjadali samanborið við 1,2693 dali í gærkvöldi. Fyrr í dag fór evran hins vegar niður í 1,2642 dali sem er lægsta gildi evrunnar í fjóra mánuði.

Er lækkunin rakin til slæmrar stöðu á evrusvæðinu, einkum í Grikklandi, og mögulegrar útgöngu landsins úr evrusamstarfinu. Einnig til versnandi stöðu spænskra banka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK