Evran rétti heldur úr kútnum gagnvart Bandaríkjadal í kvöld eftir að hafa lækkað nánast stöðugt það sem af er mánuði.
Klukkan níu í kvöld voru viðskipti með evruna á 1,2773 Bandaríkjadali samanborið við 1,2693 dali í gærkvöldi. Fyrr í dag fór evran hins vegar niður í 1,2642 dali sem er lægsta gildi evrunnar í fjóra mánuði.
Er lækkunin rakin til slæmrar stöðu á evrusvæðinu, einkum í Grikklandi, og mögulegrar útgöngu landsins úr evrusamstarfinu. Einnig til versnandi stöðu spænskra banka.