Neitar að gefa upp nöfn bankanna

Evrópski seðlabankinn hefur hafnað kröfu þýska þingmannsins Gerhard Schick um að upplýsa hvaða evrópsku bankar hafi fengið lánafyrirgreiðslu upp á samtals 1.000 milljarða evra frá seðlabankanum á tímabilinu frá desember á síðasta ári og fram í febrúar á þessu ári á lágum vöxtum.

Fjallað er um málið í þýska viðskiptablaðinu Financial Deutschland en umrædd lán voru veitt í þeim yfirlýsta tilgangi að bjarga evrusvæðinu og voru vextir á lánunum einungis 1%.

Nýverið sagði Benoit Coeure, sem sæti á í bankaráði Evrópska seðlabankans, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að evrusvæðið hefði verið við það að hrynja síðastliðið haust en bankinn hefði bjargað því með áðurnefndum lánveitingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK