Kaupa 25% fyrir 4 milljarða

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. mbl.is/Brynjar Gauti

Bakkabræður munu kaupa 25% hlut í Bakkavör fyrir um 4 milljarða króna í hlutafjáraukningu. Það veður gert eftir fjárhagslega endurskipulagningu hjá félaginu. Það þýðir að fyrirtækið er verðmetið á 16 milljarða króna. Þeir áttu ekkert í félaginu fyrir kaupin.

Í umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, að erlendir bankar hafi viljað fá þá bræður í hluthafahópinn. Minni hluthafar segjast ósáttir við að hafa ekki verið boðið að kaupa í Bakkavör á sama tíma og stofnendurnir og að það sé fyrst og fremst verið að gæta hagsmuna þeirra bræðra í þessari endurskipulagningu. Fyrirtækið er enn fremur á leið úr landi. Það verður framvegis skráð í Bretlandi og íslenska móðurfélaginu verður slitið.

Bakkabræður svokölluðu eru stofnendur Bakkavarar og ráða þar enn ríkjum: Ágúst Guðmundsson forstjóri og fyrrnefndur Lýður. Bakkavör fór í nauðasamninga árið 2010. Við það þurrkuðust bræðurnir úr hluthafahópnum en þeir ráku áfram fyrirtækið og hefði Bakkavör tekist að greiða niður miklar skuldir áttu bræðurnir kost á því að eignast um 25% hlut.

„Við sjáum ekki nokkurn möguleika á því að félagið geti gert þessar skuldir upp,“ sagði Lýður á aðalfundi Bakkavarar í gær. Því var ákveðið að breyta skuldum í hlutafé, sem þynnir út núverandi hluthafa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK