Lokað fyrir viðskipti með Bankia

Bankia
Bankia AFP

Helstu hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa hækkað í morgun en viðskipti hófust í evrópskum kauphöllum klukkan sjö í morgun. Lokað hefur verið fyrir viðskipti með hlutabréf spænska bankans Bankia í kauphöllinni í Madríd.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 0,19% en í Frankfurt hefur DAX 30 vísitalan hækkað um 0,29% og CAC 40 vísitalan í París hefur einnig hækkað um 0,29%.

Fyrr í mánuðinum var tilkynnt um að spænska ríkið myndi yfirtaka Bankia, sem er fjórði stærsti banki landsins.

Í spænskum fjölmiðlum í dag er greint frá því að Bankia muni leita eftir því að fá 20 milljarða evra stuðning frá ríkinu til þess að halda bankanum gangandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK