Helstu hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa hækkað í morgun en viðskipti hófust í evrópskum kauphöllum klukkan sjö í morgun. Lokað hefur verið fyrir viðskipti með hlutabréf spænska bankans Bankia í kauphöllinni í Madríd.
Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 0,19% en í Frankfurt hefur DAX 30 vísitalan hækkað um 0,29% og CAC 40 vísitalan í París hefur einnig hækkað um 0,29%.
Fyrr í mánuðinum var tilkynnt um að spænska ríkið myndi yfirtaka Bankia, sem er fjórði stærsti banki landsins.
Í spænskum fjölmiðlum í dag er greint frá því að Bankia muni leita eftir því að fá 20 milljarða evra stuðning frá ríkinu til þess að halda bankanum gangandi.