Raunhæft að ríkið greiði sér brátt arð úr bönkunum

Þrátt fyr­ir að það megi telj­ast raun­hæft að ríkið geti bráðlega greitt sér út arð úr bönk­un­um er hins veg­ar mik­il­vægt að þeir fjár­mun­ir verði nýtt­ir annaðhvort til að greiða niður skuld­ir rík­is­ins eða til fjár­fest­inga í verk­efn­um með sam­bæri­lega arðsem­is­kröfu og Banka­sýsla rík­is­ins ger­ir til þeirra banka sem ríkið á eign­ar­hlut í.

Að öðrum kosti væri bet­ur heima setið en af stað farið. Um þetta eru viðmæl­end­ur Morg­un­blaðsins á einu máli.

Við stofn­un „nýju“ bank­anna setti Fjár­mála­eft­ir­litið skil­yrði um að þeir greiddu ekki út arð á fyrstu þrem­ur árum nýs eign­ar­halds. Það bann renn­ur úr gildi nú á haust­mánuðum. Ekki ligg­ur enn fyr­ir hvort FME muni fara fram á fram­leng­ingu banns­ins, en í svör­um frá FME kem­ur fram að það hafi bent á að enn sé „óvissa og veik­leik­ar í ís­lenska banka­kerf­inu. Á meðan svo er eru þætt­ir á borð við arðgreiðslur og tak­mörk­un eða bann við þeim eitt­hvað sem Fjár­mála­eft­ir­litið skoðar“.

53 millj­arða ávöxt­un

Ljóst er að það er rík­ur vilji á meðal stjórn­valda að hægt verði að greiða bráðlega út arð úr bönk­un­um. Rík­is­stjórn­in kynnti til sög­unn­ar fyr­ir skemmstu fjár­fest­inga­áætl­un, sem á að koma til fram­kvæmda á ár­un­um 2013-2015, en hún á meðal ann­ars vera fjár­mögnuð með 22 millj­örðum króna af arði og eigna­sölu hluta rík­is­ins í bönk­un­um. Bók­fært virði eign­ar­hlut­ar rík­is­ins í stóru viðskipta­bönk­un­um hef­ur hækkað um 53 millj­arða frá því að ríkið lagði þeim til 138 millj­arða á grund­velli sam­komu­lags um end­ur­fjármögn­un bank­anna haustið 2008. Enn­frem­ur er eig­in­fjár­hlut­fall viðskipta­bank­anna nokkuð sterkt um þess­ar mund­ir – á bil­inu 20-22% – og sam­an­lagt eigið fé þeirra ríf­lega 451 millj­arður.

Einn viðmæl­andi Morg­un­blaðsins, sem vel þekk­ir til inn­an banka­kerf­is­ins, seg­ir því að í raun sé hægt að færa góð rök fyr­ir því að nú séu uppi ágæt­ar aðstæður fyr­ir bank­ana til að greiða út arð til eig­enda sinna. „Lít­ill sem eng­inn vöxt­ur er í út­lána­starf­semi bank­anna og á sama tíma virðist eig­in­fjárstaða þeirra vera mjög sterk. Við slík­ar aðstæður gæti verið heppi­legt fyr­ir ríkið að greiða sér út arð og þannig end­ur­heimta hluta þeirra fjár­muna sem voru notaðir við end­ur­fjármögn­un banka­kerf­is­ins.“ Hann bend­ir hins veg­ar á að það sé ekki á for­ræði eig­enda bank­anna að taka slíka ákvörðun. „Það er hlut­verk bankaráða að leggja arðgreiðslur til við hlut­hafa­fund.“

Ásgeir Jóns­son, efna­hags­ráðgjafi GAMMA og lektor í hag­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að „því fyrr sem ríkið los­ar um eign­ar­hluti sína í bönk­un­um því betra. Það er um­tals­verður ábati fólg­inn í því fyr­ir ríkið að nota þá fjár­muni til að lækka skuld­ir rík­is­ins“. Hann seg­ir auk þess að bank­ar er­lend­is séu al­mennt ekki hátt verðlagðir um þess­ar mund­ir, en fjár­fest­ar eru í mörg­um til­fell­um ekki reiðubún­ir að borga nema 70-90 aura fyr­ir hverja krónu eig­in­fjár – jafn­vel þótt um sé að ræða stönd­uga banka. Þegar það sé haft í huga gæti ríkið hugs­an­lega hagn­ast meira á því að greiða sér út arð úr bönk­un­um en með sölu eigna­hluta.

Þarf sann­fær­andi rök

Ann­ar viðmæl­andi Morg­un­blaðsins bend­ir á að við nú­ver­andi aðstæður fái ríkið um 15% arðsemi af eign­ar­hlut sín­um í bönk­un­um. „Stjórn­völd þurfa því að færa mjög sann­fær­andi rök fyr­ir því að op­in­ber­ar fjár­fest­ing­ar, eins og þær sem gert er ráð fyr­ir í fjár­fest­inga­áætl­un­inni, muni skila rík­inu sam­bæri­legri ávöxt­un,“ og minn­ir á í því sam­hengi að ríkið hafi ný­verið sótt sér 125 millj­arða króna er­lent lán til tíu ára á 6% vöxt­um. „Meðan fjár­mögn­un­ar­kostnaður rík­is­ins er jafn­hár og raun ber vitni er því enn mik­il­væg­ara en ella að arðsemi af nýj­um fjár­fest­ing­um sé ásætt­an­leg.“

Ríkið og bank­arn­ir

» Gæti verið raun­hæf­ur kost­ur fyr­ir stjórn­völd að end­ur­heimta hluta þeirra fjár­muna sem voru lagðir til við stofn­un „nýju“ bank­anna með því að greiða sér út arð.
» Þriggja ára arðgreiðslu­bann hjá stóru bönk­un­um renn­ur út á haust­mánuðum. FME skoðar hvort til­efni sé til að fram­lengja það.
» Mik­il­vægt að fjár­mun­irn­ir fari í að greiða niður annaðhvort lán rík­is­ins eða arðbær­ar fjár­fest­ing­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK