Vörusala á Spáni dróst saman um 9,8% í apríl, borið saman við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn er mun meiri en reiknað hafði verið með. Þetta er 22. mánuðurinn í röð þar sem vörusala dregst saman á Spáni.
Vörusala dróst saman um 4% í mars. Samdrátturinn í apríl er því mjög mikill.
Lítið hefur verið um góðar fréttir af efnahagsmálum á Spáni síðustu vikurnar. Atvinnuleysi er enn að aukast og er komið upp í 24%. Erfiðleikar eru í bankakerfinu og ríkissjóður hefur neyðst til að skera niður útgjöld. Allt ýtir þetta undir samdrátt í einkaneyslu og minni hagvöxt.